Ok við erum enn að bíða eftir að fá að vita með húsið. Tilboðinu okkar var tekið en nú erum við bara að bíða eftir að bankinn samþykki lánið okkar. Við ættum að vita það á mánudaginn. Það eru smá líkur á að við fáum ekki lán af því að við höfum bæði verið í lausráðnum vinnum og það er bara um ár síðan við komum aftur til landsins. Við erum sem sagt ekki með skattaskýrslur fyrir 2005, nema jú frá Íslandi, en þær eru nú varla teknar gildar þar sem enginn getur lesið þær... haha. Það er þó enginn skaði ef við fáum ekki lánið. Við getum þá bara safnað meiri pening :)
Annars er bara önnur hitabylgja hér um helgina. 40 stiga hiti í dag og á morgunn. Maður situr bara inni. Það er of heitt til að gera neitt utandyra.
Svo hef ég tekið eftir því að sjónvarpsdagskráin er hægt og sígandi að verða betri. Núna eru aftur byrjaðir: Desperate Housewifes, Lost, Grey's Anatomy, and House. Svo hef ég líka tekið eftir nýjum þáttum, eins og: Heroes, Ugly Betty og Brothers & Sisters. Það er svo allt yfirfullt af "Gameshows" hérna. Veit ekki hvaða alda það er. Allt svona einhvernskonar Viltu vinna milljón þættir. Svo er þáttur hérna sem er rosa vinsæll og heitir "The Biggest Loser". Þessi þáttur er um fólk sem að er of feitt og keppir um að missa sem flest kílóin. Já allt er nú til. Já þegar fer að kólna þá fer maður að verða húkt á þessa þætti...... reyndar er ég núþegar húkt á Lost og Desperate Housewifes.
Jæja, ég ætla að fara að búa til kjúklingasalat. Við versluðum í matinn í morgunn og keyptum grillaðn kjúkling því það er of heitt til að elda neitt. Þetta er samt alveg frábært veður fyrir þvotta. Ég er búin að þvo 4 vélar :) ..... ssshhh, ég veit að það er vatnskortur hérna, en maður má nú samt ennþá þvo þvott.
2 ummæli:
Ég er algerlega gjörsamlega húkt á Heroes og ég hef falið Davíð það verkefni að downloada þáttunum jafnóðum og þeir koma út Í USA.
Vá bara nóg að gera í sjónvarpsglápinu ; )
Vonandi fáiði lán fyrir húsinu!!
Kv. Sólveig.
Skrifa ummæli