sunnudagur, febrúar 11

Já þá erum við búin að setja inn tilboð í hús hér í Ballarat. Við höfum verið svona aðeins að kíkja í kringum okkur og sjá hvað er í boði. Við sáum svo þetta litla krúttlega hús á frábærum stað í Ballarat og á mjög góðu verði. Sett verð á húsið er $155.000 plús. Okkar tilboð var $156.000. Við vitum ekki enn hvort að því verður tekið eða ekki. Ættum að komast af því á morgunn. $156.000 eru svona sirka 7.5 milljónir króna. Þetta er reyndar mjög lítið hús. 2 lítil svefnherbergi og húsið er aðeins 50m2. Það er samt hægt að bygga við það að aftan. Húsið er sirka 100 ára gamalt en alveg í ágætu standi. Nýbúið að skipta um þak á því og laga grunninn, sem að eru úr timbri. Við verðum bara að sjá til hvað gerist á morgunn.

Svona var vikan sem leið:
Fór út að borða með Lucy, Christie, Mick, Brad og Steve á þriðjudagsvöldinu. Lucy er að flytja til "The Sunshine Coast" upp í Queensland. Hún og kærasti hennar Nathan eru bæði að fara í háskóla þar. Lucy ætlar að læra að verða ljósmóðir.
Okkur var svo boðið í mat hjá Christine (systur hans Patricks) á miðvikudeginum. Christine var að kaupa sér fartölvu og prentara/skanna. Ég setti upp ADSL tenginguna hjá henni og prentarann. Tengdó var líka í mat hjá henni. Hún var nú samt frekar slöpp. Daginn eftir var hún flutt aftur á sjúkrahús. Hún var þá komin með þvagsýkingu sem að þýðir að hún var rosa slöpp og ringluð. Við heimsóttum hana í gær og hún er orðin betri núna.
Við fórum svo að skoða húsið (sem við gerðum svo tilboð í) á fimmtudagskvöldinu, og svo aftur á föstudeginum. Bróðir hans Patricks sem að er rafvirki kom með okkur þá og skoðaði lagnirnar í húsinu.
Steve frá IBM var með kveðjudrykki á föstudagskvöldinu. Hann er hættur hjá IBM, fékk vinnu hjá verkfræðifyrirtæki. Ég, Christie, Mick og Brad hittumst hjá mér í fordrykki og fórum svo á pöbbinn sem heitir "Black Rhino". Ég ákvað nú samt að vera svoldið skynsöm og þegar flestir fóru í bæinn á meira djamm, þá ákvað ég að fara heim.
Við tókum því nú svo bara rólega í gær. Patrick fór reyndar í atvinnuviðtal í Daylesford. Hann er sem sagt kominn með vinnu þar. Hann mun sjá um garðinn í gömlu klaustri sem að nú er listasafn, með verslun og veitingastað. Þetta er mjög vinsæll túristastaður. Hann mun sem sagt skipta vikunni í tvennt. 2 daga hjá "Ballrarat and Clarendon College" og svo 3 daga hjá "The Convent Gallery". Hann ætlar svo líka að halda áfram að sjá um garð fyrir konu annan hvern laugardag. Þannig að það er nóg að gera hjá honum. Svo er ég náttúrulega orðin fastráðin hjá IBM en ég er svona frekar pirruð á launadeildinni eins og er. Við vorum nokkur sem að fengum fastráðnar stöður og engin af okkur hefur fengið borgað. Launadeildin klúðraði einhverjum pappírum þannig að IBM skuldar okkur núna 4 vikur. Við fáum nefnilega borgað á tveggja vikna fresti, ekki mánaðarlega. Þetta er frekar pirrandi, sérstaklega ef að við kaupum þetta hús. Þá þurfum við allan þann pening sem við getum útvegað.
En, jæja þá er önnur vinnuvika að byrja. Patrick eldaði rosa góða nautasteik handa okkur í kvöld, en í staðinn þá þarf ég að horfa á Cricket í sjónvarpinu. Reyndar er ég ekki beint að horfa á þetta enda finnst mér þetta alveg glötuð íþrótt. Ég er bara að tölvast á meðan Patrick glápir á kalla kasta bolta á meðan annar kall reynir að hitta hann með kylfu (það er að segja boltann, ekki kallinn).

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sætt og krúttulegt hús 50 fm er sko alveg yfirdrifið;) við Ívar erum í 45 fm núna og líður bara obbolega vel. Bara meira kósý.
Frábært að heyra hvað þú ert dugleg að fara út og gera e-ð á kvöldin, við erum ekki alveg dottin inn í það ennþá hér í DK en það breytist kannski þegar hlýna fer er þaggi:)kv. Ásta Björk

Að hugsa vel um sig sagði...

va hvad er gaman ad heyra fra ykkur i astraliu... og spennandi ad heyra um husid!!! Vona ad thid faid husid, nu getum vid Keith sko farid ad heimsaekja ykkur bradum!!! ;) Kvedja fra Irlandi, HElga.

Nafnlaus sagði...

En krúttulegt hús!!

Vonandi verður gengið að tilboðinu ykkar : )

Kv. Sólveig.

Nafnlaus sagði...

Great work.