Þá erum við flutt inn. Við erum reyndar búin að vera í nýja húsinu í viku og höfum bara haft það mjög gott. Við höfum ekki orðið vör við að neitt rosalegt sé að húsinu, sem að er gott. Reyndar var smá gasleki í eldhúsinu. Galhellurnar láku. Þessar hellur eru eldgamlar og við erum að fara að kaupa nýjar hellur. Ofninn er alveg nýr en af einhverjum ástæðum þá hafa bara verið setta gamlar hellur sem að er ekki sniðugt þegar þetta eru gashellur. Gasið í hellunum var sem sagt tekið úr sambandi þannig að við erum búin að vera hellulaus í nokkra daga.
Svo held ég reyndar að það verði frekar kalt hérna í vetur. Maður finnur trekkinn í gegnum húsið. Það er þónokkuð um litlar rifur hér og þar. Stelpur, munið eftir ullarsokkunum þegar þið komið....
Annars er þetta bara þónokkuð gott og við mjög ánægð með húsið.
Ég var að horfa á 'tónlistamyndbönd' í sjónvarpinu. Sá nýja myndbandið með Take That. Mér fannst þetta myndband nú eitthvað viðkunnalegt. Fannst mér kannast eitthvað við landslagið. Já var það þá ekki myndað á Íslandi. Liggur við að annað hvert myndband sé myndað þar núna. Fer fólk ekki bráðum að fá leið á hrauni og hverum í sjónvarpinu....hehehe. Annars finnst mér þetta frekar glatað af Take That, að byrja aftur eftir 10 ár. Núna eru þeir ekki lengur "Boy Band" heldur "Man Band". Þeir hljóta að hafa orðnir uppiskroppa með pening. Gvuð hvað Robbie Williams hlýtur að hafa verið feginn að hafa hætt.
Svo er annað..... er einhver að skilja hvað er að gerast í Heroes? Ég er orðin húkt á þessa þætti en ég er að vona að þeir fari ekki bara í hringi eins og Lost. Ég verð að viðurkenna að ég er að verða svoldið þreytt á Lost. Maður er ekki að komast að neinu með þessa þætti. Svo er náttúrulega Desperate Housewifes sem eru algjör snilld. Engar rosa ráðgátur þar.
Jæja, við erum víst að fara og kaupa nýjar hellur í eldhúsið. Ég set bráðum inn fleiri myndir af húsinu.
1 ummæli:
æ, frábært að þið séuð flutt inn. Til hamingju með það!! Og já endilega setja inn myndir fljótlega ; )
KV. Sólveig.
Skrifa ummæli