þriðjudagur, janúar 23

Hvað gerist á Ástralíudegi? Það gerist nú ekkert rosalega mikið. Þetta er svona nokkurnkonar þjóðhátíðardagur Ástrala, nema Ástralía er náttúrulega ekki sjálfstæð þjóð. Það eru tónleikar og íþróttaleikir, svo er þetta líka eini dagurinn sem að fólk getur fengið ríkisborgararétt. Það eru því samkomur í hverjum bæ þar sem fólk sver þann óð að fylgja áströlskum hugmyndafræðum.
Hvað erum við að plana að gera á Ástralíudegi? Við ætlum að fara á ströndina.

Við erum svo orðin bændur. Við keyptum 8 kvígur í síðustu viku. Við erum að vonast til þess að þær muni stækka og fitna helling. Við munum svo selja þær þegar þær eru orðnar stórar og myndarlegar. Þá verða þær sendar beint í matvöruverslanirnar.... eða þannig.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já ég myndi líka fara á ströndina ef ég gæti:)
Tjaaa já Olga bóndi, ekki datt mér það nú í hug!!!
Ásta Björk

Nafnlaus sagði...

haha....Olga bara orðin stórbóndi í Ástralíu..það er saga til næsta bæjar : ) hehe...

Skemmtu þér vel on the beach : )

Sólveig.