sunnudagur, janúar 28

Hér eru nokkrar myndir frá Ástralíudegi.
Við fórum til Melbourne. Þar var skrúðganga í miðbænun og allt troðfullt af fólki. Stemningin var ekkert ólík 17.júní. Fólk veifandi fánum og svo var meira að segja fornbílasýning. Við kíktum svo aðeins í búðir. Við enduðum síðan á ströndinni í Albert Park. Þegar við komum aftur til Ballarats þá var komið að flugeldasýningu.
Þó við höfum verið í Melbourne þá fórum við ekki að sjá Tennismótið sem er í gangi (Opna ástralska meistamótið í Tennis). Tennis er rosa vinsælt hérna. Sérstaklega þegar mótið er í gangi. Það virðast allir fá Tennis-æði. Ekki ég. Ég viðurkenn samt að ég hef verið að fylgjast með mótinu og ég veit nöfnin á aðal tennis splilurunum. Td var það Serena Williams sem vann í konuflokki. Ég er að horfa á Roger Federer og Fernando Gonzalez spila núna. Ég held með Gonzalez, af því að flestir aðrir halda með Federer.
Annars erum við ekki búin að gera mikið um helgina. Ég er búin að vera að reyna að gera upp gamlan borðstofuskáp sem við fundum í skúrnum hjá Maureen. Veit ekki hvernig hann verður. Þetta er bara svona prufa. Skápurinn er frekar illa farinn þannig að hann verður varla verri en hann er.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohhh hvað það er flott veður hjá þér á þessum myndum.
Hvernig væri að koma með svona "fyrir" og "eftir" myndir af skápnum??
kv, Ásta Björk