laugardagur, janúar 20

Fengum fréttir um daginn að Toni, systir hans Patricks sem býr í London, á von á barni. Hún er gift Suður-Afrískum manni, Carel og þau eiga von á litlu kríli í endaðan maí. Patrick er viss um að það verði á afmælinu sínu 26.maí. Það eru náttúrlega allir að deyja úr spenningi hérna. Margie (önnur systir Patricks) er byrjuð af safna fyrir London ferð.

Annars eru líka aðrar fréttir að Maurenn, tengdó, er búin að vera hálf veik síðustu vikurnar. Hún er á nokkurskonar heimili fyrir aldraða núna og læknarnir eru búnir að greina hana með Geðsveiflueinkenni (Bipolar disorder). Fyrir þá sem ekki vita þá þurfti hún að fara í heilaskurðsaðgerð fyrir næstum 2 árum eftir að hafa dottið og lent á höfðinu. Þetta þýðir að heilinn er afar viðkvæmur fyrir öllu og má varla við kvefi. Hún hefur það svo sem alveg ágætt en hefur öll einkenni geðsveiflu. Hún er á lyfjum þannig að það er vonandi að þau virki.

Við ætlum bara að taka því rólega þessa helgi. Það er spáð rigningu alla helgina, sem er náttúrulega alveg frábært. Það er búið að rigna í allan dag. Það er samt um 30 stiga hiti sem þýðir að það er rosalegur raki í loftinu. Rosa Tropical eitthvað.
Við vorum að hugsa að fara til Melbourne á morgunn en ég held við förum ekki í þessari rigningu. Förum frekar um næstu helgi, sem að er löng helgi. Ástralíudagur á föstudeginum :)
Við skreppum sennilega bara á pöbb í kvöld með David og kannski einhverjum fleirum.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað gerist á Ástralíudögum?
Hér í DK er líka brjáluð rigning, svaf ekki fyrir henni í nótt :/
Kv. Ásta Björk

Nafnlaus sagði...

Æ...leitt að heyra með tengdó: (

Humm....Ástralíudagar...endilega segðu okkur út á hvað það gengur!

Kv. ´Sólveig.