
Nýársdagur í dag og við erum komin heim úr Nýárs-ferðinni okkar. Við áttum rosa góða helgi. Við fórum í lítinn strandarbæ sem heitir Port Fairy og er sirka 3 klst akstur héðan. Við gistum í 2 nætur í æðislega fínu "Bed & Breakfast" sem var alveg á ströndinni og var meira að segja með sína eigin einka strönd. Veðrið var líka alveg frábært. 30 stiga hiti og sól alla helgina. Það var fullt af fólki í bænum á Gamlársdag, aðallega túristar eins og við. Við fórum út að borða um 8 leytið. Við löbbuðum á veitingastaðinn og sáum byrjunina á skrúðgöngu sem fór um bæinn. Eftir matinn röltum við svo í miðbæinn. Þar voru útitónleikar á fullu. Skosk hljómsveit spilaði þar. Við skemmtum okkur frábærlega. Síðan hætti hljómsveitin að spila nokkrum sekúndum fyrir miðnætti og allir töldu niður...5,4,3,2,1 HAPPY NEW YEAR! Flugeldasýningin byrjaði akkúrat á slaginu. Þetta var rosa fín sýning miðað við að þetta var nú bara í smábæ. Mér fannst þetta bara vera alveg jafn flott og í Melbourne. Við skemmtum okkur sem sagt frábærlega á Gamlárskvöld. Reyndar var öll helgin mjög góð. Við lágum bara á ströndinni, sátum á kaffihúsum, fórum út að borða, löbbuðum upp á gamlt eldfjall og skoðuðum í antiquebúðum (ég keypti mér litla könnu, bolla og undirskál). Ég setti inn nokkrar myndir frá Port Fairy inn á Myndasíðuna hjá mér.
Þegar við vorum rétt komin til Ballarat í dag þá byrjaði að rigna og það hefur ekki stoppað síðan. Það eru búið að vera alveg brjálað þrumuveður og það er sko eins og það hafi verið hellt úr heillri sundlaug. Patrick þurfti að taka járnðgrindina af holræsinu á veröndinni hjá okkur því það hafði ekki við og við sáum framá að það myndi flæða inní eldhús hjá okkur þó að það séu allaveganna 10 sm uppí hurðina hjá okkur. Okkur tókst nú samt að bjarga þessu þannig að við ættum að geta sofið rólega. Þetta er nú samt ábyggilega besta Nýarsgjöf sem Ballarat og Victoria gátu fengið. Helliregn!
Jæja, ég vona að það hafi allir átt það gott á Gamlárskvöld og að Árið 2007 færi öllum góðar stundir :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli