laugardagur, janúar 6

Ég sit hér við tölvuna í hitanum kófsveitt. Hef samt ekki gert neitt í dag, jú nema að klára að taka niður jólaskrautið og þvo þvott. Þetta er frábær dagur fyrir þvotta þar sem þvotturinn þornar á hálfíma úti á snúrunum.
Það er búið að vera yfir 30 stiga hiti núna í 5 daga og húsið okkar er orðið frekar heitt. Ég sit sem sagt bara við tölvuna í dag, nenni ekki að hreyfa mig og bíð eftir að það fari að kólna. Það á að kólna seinna í dag og bara vera rétt rúmlega 20 stig á morgunn og mánudag. Ég sem sagt bara bíð núna eftir að geta opnað alla glugga og kælt húsið. Já svona er lífið hér þegar maður er ekki með loftkælingu.

Það er ekkert planað fyrir þessa fyrstu helgi ársins. Ætla bara að taka því rólega og liggja í leti. Húsið þarfnast nú samt smá hreingerningar en ég nenni sko ekki að standa í því fyrr en að það kólnar eitthvað.

Jæja þá er Patrick kominn heim úr vinnunni (hann var að vinnna í morgunn) og er byrjaður að búa til Súkkulaði-shake. Ég ætla sem sagt að fá mér shake með restinni af jólasmákökunum og liggja í leti.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hva...það er bara alltaf verið að breyta lookinu á síðunni.