miðvikudagur, janúar 10

Ég uppgötvaði í dag að ég verð að fara að fá mér bíl. Ég ákvað að fara snemma úr vinnunni, reyndar bara hálftíma fyrr. Fer út í strætóskýli. Nei, þá gengur strætó ekki nema á hálftíma fresti afþví að það er sumarfrí í öllum skólum og ég var rétt búin að missa af honum. Þurfti sem sagt að bíða útí strætóskýli í hálftíma í staðinn fyrir að vinna bara til 4 eins og vanter. Ég gat nú samt hinsvegar notið góðra veðriðsins 36 stiga hiti í dag. Þegar ég kom heim leit ég samt út fyrir að hafa brunnið í andlitinu. Það kæmi ekki á óvart.

Helgarplön: Ég lofaði Brad, sem að vinnur með mér, að kíkja á hljómsveitina hans annað kvöld. Þannig að ég skrepp sennilega á pöbb sem heitir Korova Lounge. Var að hugsa um að taka með mér risa ömmu nærbuxur og henda í hann upp á sviðið. he he.
Mér er svo boðið í afmæli á föstudaginn. Þetta er annað afmælið sem mér er boðið í á þessu ári og ég fer í hvorugt afmælið. Það rann upp fyrir mér um daginn að nú er komið árið 2007 sem þýðir að ég verð 28 ára á þessu ári. Ég er að verða allt of gömul í að standa í þessu djammi. Þannig ég ætla ekki að mæta í þetta afmæli. Þetta er nú heldur ekki hjá neinum sem ég þekki eitthvað geðveikt vel, bara stelpu í vinnunni.
Á sunnudaginn ætlum við svo að keyra til Daylesford og kíkja á Lavender hátíð (Lofnarblóma-hátíð) og svo á útimarkaðinn í Daylesford. Það hljómar miklu betur fyrir okkur gamlingjana heldur en eitthvað unglinga-afmæli (hóstar nokkrum sinnum og hrækir í hrákdall)
Í kvöld ætla ég nú bara að glápa á imbann. Var að fatta að ég missti af OC í gær.... (snökt)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ojj...Ástralskur strætó sökkar greinilega... það þýðir sko ekkert annað fyrir þig en að flytja aftur til Íslands : )

Solla bolla