fimmtudagur, desember 28

Við erum bara búin að hafa það mjög gott um jólin. Ég er farin aftur að vinna samt núna. Patrick er enn í fríi. Við ætlum svo að láta okkur hverfa yfir nýja árið. Það er að segja, við leggjum af stað héðan 30. des og komum ekki aftur fyrr en seint á 1.jan. Ég veit ekki enn hvert við erum að fara. Veit bara að það tekur um 3 klst að keyra þangað. Það er annars bara spáð góðu veðri yfir áramótin. Eitthvað annað en á jólunum. Þettu voru köldustu jólin hér í einhverja áratugi. Það var meira að segja smá slydda á jóladag. Ég fór næstum því að gráta :) Það snjóaði svo víst uppá hálendinu. Fólk trúði ekki sínum eigin augum. Snjór á jólunum! Myndin hér fyrir ofan er af slökkvuliðsfólki á jólunum. Það snjóaði þar sem skógareldarnir miklu voru hinu megin við Melbourne. Veðrið á svo að vera komið aftur í normið um helgina. Verður um 30 stiga hiti og sól.

Takk fyrir jólakortin allir. Við verðum í bandi á nýja árinu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gott að þú áttir góð jól og gleðileg áramót!!! Skemmtu þér vel í surprise ferðinni :) Skál í botn !!! hahaha.a.....

Sólveig.