Reykur og meiri reykur. Maður sá varla lengra en 100 metra hérna í gær. Sá myndir frá skógareldunum hér í fréttunum og það var myrkur hinum megin við Melbourne í allan dag. Það er svo þykkur reykurinn þar að það var eins og það væri miðnótt um miðjan daginn.
Er svo að fara í næsta jólapartý annað kvöld. Annað IBM partý. Ég var nú ekkert það spennt í að fara en ég var töluð til og mun mæta í nýjum kjól og alles. Við hittumst nokkur fyrir partýið og fáum okkur fordrykk heima hjá mér.
Ég og Patrick vorum svo að pæla í að fara til Melbourne á sunnudeginum en er ekki viss hvort við förum. Okkur langaði að kíkja aðeins á ströndina þar en það er kannski best að vera bara heima af því að það mun kannski ekki sjást til sólar fyrir reyk.
Ég ætla nú svo líka að reyna að komast í jólaskap og kaupa lítið jólatré og baka piparkökur. Setja jólalög á spilarann og kveikja á kerti.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli