Við fengum litla kanínu um helgina. Hún er úti í garði. Claire, systir hans Patricks, ætlar að gefa börnunum sínum (Amelia 5 og William 2) kanínu í jólagjöf. Við erum sem sagt bara að passa hana í viku. Vonum bara að hún deyji ekki. Ég er með smá áhyggjur af henni þar sem að hitinn á að fara uppí 36 stiga hita seinna í vikunni. Veit ekki hvað þetta kríli þolir.
Annars var ég svo að bara piparkökur og súkkulaðibita-smákökur í dag. Var með íslensk jólalög á fullu. Ábyggilega að gera nágranana brjálaða.

Svo er náttúrulega bara normal vinnuvika hérna þessa vikuna. Svo 4 daga löng helgi og svo 3 daga frí um ármótin. Ég ætla ekki að taka mér neina extra frí daga þar sem að það verður örugglega mjög rólegt hvort sem er. Patrick og ég erum reyndar að plana að fara í burtu um áramótin. Gista einhver staðar í eina eða tvær nætur. Patrick ætlar að sjá um þetta og koma mér á óvart hvert við förum :)
3 ummæli:
Nei sko kaníana, dáltið lík Snúlla. Hvaða nörda má hefuru á blogginu þína imba...... uhmp.
Æj, en sæt kanína og töff jólatré! :)
Kv. Magga
en rómó hjá Patric
kv. Ásta Björk
Skrifa ummæli