Partý og Skógareldar.
Já það er víst þema helgarinnar. Það er búið að vera steikjandi hiti. Næstum 40 stiga hiti alla helgina og það eru miklir skógareldar hinu megin við Melbourne. Þeir eru um 300km frá Ballarat en það var samt þykkur reykur yfir Ballarat frá þeim í gær. Það er víst næstum ólíft í Melbourne. Reykskynjarar fóru í gang út um allt. Það þurfti að fresta flugi og ég veit ekki hvað. Heyrði áðan að eldurinn næði yfir meira en 250.000 hektara, sem að ég held að sé svona 10 sinnum stærra svæði en Reykjavík. Það á nú svo að kólna eitthvað í kvöld og svo á morgun bara að fara upp í 20-22 stiga hita en ég veit ekki hvort það á að rigna eða ekki.
Annars fór ég í IBM jólapartýið á föstudagsvöldið. Það var djammað fram á nótt. Gerði nú svo lítið í gær, enda næstum 40 stiga hiti úti. Kíktum aðeins í heimsókn til Maureen.
Það er enn heitt úti í dag, en við erum svo á leið í annað jólapartý á eftir. David vinur hans Patricks rekur hesthús og keyrir trott hesta á veðreiðum. Hann heldur sem sagt jólapartý fyrir sitt starfsfólk og vini. Þetta verður á írskum pöbbi sem heitir Irish Murphys. Já David heitir náttúrlega David Murphy líka....haha. Mér líst nú samt ekkert á að hafa þetta á sunnudegi. Partýið burjar nú samt um 2 leytið svo maður ætti að vera komin heim snemma....vonandi.
Síðan á að vera annað jólapartý næsta föstudag í vinnunni. Veit ekki alveg hvort ég meika að fara. Verð að viðurkenna að ég nenni varla að fara, þó að það hafir verið geðveikt fjör í hinu parýinu. Ég væri alveg til í að skreppa niður á strönd um helgina.
Best að fara að gera sig tilbúin fyrir næsta partý...... já þetta er eftitt líf hérna í Ballarat.....
1 ummæli:
Haha....já, þetta er greinilega svakalega erfitt líf þarna hjá þér Olga mín : ) Partý eftir partý...þetta er rosalegt ; )
Hvenær ætlaru að koma hingað á klakann og djamma með okkur Íslendingunum??
Sólveig.
Skrifa ummæli