miðvikudagur, desember 6

Ég á frí í vinnunni á morgunn :) Ég ákvað að taka mér frídag áður en ég byrja í nýju starfi. Þannig að ég pantaði mér tíma í klippingu og svo ætla ég að reyna að finna mér ný föt fyrir jólaballið á föstudaginn. Þetta ætti að verða rosa partý. Það ætla allir að mæta og fara á svaka djamm. Ég held að það sé búið að selja um 400 miða. Síðan á víst að vera annað jólaball hjá IBM á föstudaginn eftir. Það verður bara fyrir þá sem vinna fyrir Westpac banka. Veit ekki enn hvort ég fer á það líka. Ég ætla að sjá til hvernig ég verð eftir fyrsta ballið. Ég verð að muna að taka með mér myndavél ;)

Engin ummæli: