Fyrsti í aðventu í dag. Ég var næstum búin að gleyma því, enda eru ekki margir sem halda upp á aðventuna hérna. Ég setti nú samt upp aðventuljós í dag :)
Ég fór ásamt öðrum IBM-örum á Trivia kvöld á föstudagskvöldið. Okkar lið var í 3.sæti.
Svo var mér boðið fullt starf hjá IBM á föstudeginum. Hingað til hef ég bara verið lausamanneskja sem vinnur fullan vinnutíma. Þetta þýðir sem sagt stærri launapakka og núna fæ ég líka borgaða frí og veikindadaga. Þetta þýðir einnig að ég losna frá símanum eitthvað líka. Verð meira í að leysa tölvu og tækni mál sem að þarfnast frekari athugunar. Annars er búið að vera ágætt í vinnunni undanfarið. Ég er aðallega búin að vera að þjálfa nýtt fólk á símanum. Síðan er IBM jólaglöggið um næstu helgi. Það ætti að vera svaka djamm!
Ég og Patrick fórum í "Kolaportið" hérna í Ballarat í dag. Claire og Margie (systur hans Patricks) voru með bás þar að selja allskonar gamalt dót (drasl). Þær seldu nú samt alveg þónokkuð mikið. Við keyptum ekkert af þeim reyndar en við keyptum nú samt rauða rós í potti, vínberjaplöntu og cherry-tómatplöntu. Ég keypti mér nokkrar ilmsápur líka.
Já við tókum því sem sagt bara rólega um helgina sem var ágætt. Ég setti jólagjafir í póst, loksins, á laugardeginum. Vona að þær verði komnar í tæka tíð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli