
Svo var það þessi helgi. Gerði bara voða lítið. Keypti jólagjafir á laugardeginum. Er búin að kaupa allar gjafirnar sem ég þarf að senda nema handa pabba. Veit ekkert hvað ég á að gefa honum. Hvað er hægt að gefa föður sínum sem að hefur aðallega bara áhuga á flugvélum og mótorhjólum.
Patrick fór í jólaglögg í vinnunni hjá sér á föstudagskvöldinu og var frekar slappur á laugardeginum.
Hvað er svo planað fyrir þessa viku..... Ég, Lucy og Christie erum að reyna að plana að fara út að borða eitthvert kvöldið. Svo á föstudagskvöldið eru ég og Molly ásamt nokkrum öðrum IBM-örum að fara á Trivia kvöld. Já þá kemst maður af því hvort að öll sú viska sem maður lærði af því að spila Trivial Persuit kvöld eftir kvöld komi að einhverju gagni.
Síðan á bara að vera sól og hiti næstu dagana held ég. Það er eitt sem pirrar mig svolítið samt. Klukkan 4:30, þegar ég er komin heim úr vinnunni, þá er sólin akkúrat horfin af veröndinni hjá okkur. Ef maður vill sól þá verður maður að sitja fyrir framan húsið hjá okkur sem er nú ekki eins skemmtilegt. Sérstaklega þar sem ruslatunnurnar eru fyrir framan húsið líka. Maður verður bara að vona að fá eitthvað sólbaðsveður um helgarnar.
1 ummæli:
Hae olga min!!! va hvad er aedislegt ad thid hafid sed U2!! eg by nu i landi theirra kappa en hef enn ekki sed tha! Bestu kvedjur fra Keith og Helgu!
Skrifa ummæli