
Annars er helgin að koma. Partý hjá Lucy og Prue á laugardagskvöldið. Ég held að það verð líka grillað. Ég mæti náttúrulega þar. Patrick fer til Melbourne á laugardaginn á námskeið í að byggja steingirðingar. Þannig veit ekki hvenær hann verður kominn aftur heim í tíma fyrir partýið.
Ég held ég skreppi í Myer og finni mér nýjan bol fyrir partýið. Vantar eitthvað nýtt!
Svo er U2 um þarnæstu helgi. Er búin að bíða í mánuði eftir þessum tónleikum. Tónleikarnir eru á sunnudegi þannig ég ætla að reyna að fá frí á mánudeginum. Get ekki beðið!
1 ummæli:
Varstu í Kvennó?
Skrifa ummæli