þriðjudagur, nóvember 14

Ok, helgin byrjaði á partýi hjá Lucy á laugardeginum. Það voru örugglega um 100 manns þar. Vinir Lucy, vinir systkina hennar, vinir foreldra þeirra og nágrannar voru þarna samankomnir. Við skemmtum okkur bara vel. Við vorum samt komin heim um miðnætti þannig að við vorum bara nokkuð frísk daginn eftir.
Síðan var skírn á sunnudeginum. Vinur hans Patricks, Chris (Orchie) var að láta skíra dóttur sína. Þannig að við fórum í kirkjuna og svo í veisluna á eftir sem var náttúrulega að áströlskum sið. Sem þýðir að það var grillað og drukkinn bjór. Svo var kíkt á pöbbinn eftir það.
Það var sem sagt svolítið erfitt að vakna á mánudeginum. En einhvern veginn komst maður nú samt framúr. Vann til klukkan 2 og svo var jarðaför klukkan 3. Já önnur jarðarför. Ég er farin að hafa svolitlar áhyggjur af þessu. Fólk gjörsamlega hrynur í kringum mig. Reyndar eru þetta allt ættingjar Patricks. Í þetta sinn var þetta frænka hans hún Agnes sem var gift bróður mömmu hans Patricks. Hún var með krabbamein. Þetta er sem sagt jarðaför númer 6 hjá mér í ár. Hvað er í gangi!!!

Maður er sem sagt frekar uppgefin eftir helgina. Þannig að í kvöld ætlar ég bara að slaka á og horfa á OC. Ryan er orðin ennþá spasstískari núna eftir að Marissa dó og Summer er orðin algjör hippi. Þessir þættir eru samt eitthvað svo pirrandi en einhvern vegin verður maður húkt.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohhh...ekki kjafta frá OC. er ekki búin að sjá neinn þátt í nýjustu syrpunni. Get ekki beðið eftir að sjá þetta !!!

Sólveig OC-sjúka

Olga sagði...

Ok ég lofa að segja ekki meir. Það er bara búið að sýna 2 fyrstu þættina í þessari syrpu hér. Þessi syrpa á víst að vera betri en sú síðasta...

Nafnlaus sagði...

heyhey hey ......Olga mín ertu ekki farin að ganga aðeins of langt í því að segja frá hvað skeði í síðasta þætti haaaaaaa usssssssssssss héðan í frá;)Ég veit ekki hvenær Danirnir ákveða að sína nýju seríuna örugglega ekki á næstunni þeir eru svo hrikalega eftir á.......hvenær á að byrja að sína þá heima veistu það Solla O.C. fan??
kv. Ásta Björk

Nafnlaus sagði...

oj mér finnst OC ömurlegir þættir!

Nafnlaus sagði...

Guð veit ekki alveg hvenær á að byrja að sýna þetta hér. ER ekki alveg svona mikill fan : )

Sollabolla