laugardagur, nóvember 4

Það eru að koma kosningar. Í Ástralíu eru tveir aðalflokkar eins og gengur og gerist í flestum löndum. Frjálslyndi hægriflokkurinn sem að John Howard forsætisráðherra er í og Verkalýðsflokkurinn. Svo eru aðrir flokkar eins og Þjóðernisflokkurinn, Græni flokkurinn og Fjölskylduflokkurinn. Hvað er ég annars að pæla í kosningum. Ég veit það ekki. Ég má ekki einu sinni kjósa. Hvern myndi ég kjósa ef ég mætti kjósa. Ég veit það ekki heldur. Sennilega Verkalýðsflokkinn, af því ég þoli ekki kallinn sem er í framboði fyrir hinn flokkinn. Þeir eru nú samt ábyggilega báðir jafn vitlausir.

Ég ætlaði svo bara að taka því rólega um helgina. Er mér þá ekki boðið í grillveislu í kvöld. Justin frá IBM ætlar að grilla. Ég var búin að lýsa yfir fyrir honum að ég ætlaði sko ekki að gera neitt um helgina. Þannig þegar mér var boðið þá gat ég ekki annað en sagt ég myndi mæta. Ég og Christie mætum sem sagt í kvöld með kótelettur og hvítvínsflösku. Patrick harðneitar að fara. Segjist hafa eitthvað betra að gera en hanga með vinnufélögum mínum. Hvaaa..... ok, hann sagði það kannski ekki akkúrat þannig.

Annars er Patrick að garðyrkjast í dag og á morgunn. Síðan er hann farinn að vinna fyrir skóla 3 daga í viku. Sér um garðana fyrir barnaskóla og unglingaskóla. Þetta eru einkaskólar sem vilja halda lóðunum hjá sér fínum.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og hvernig var í grillveislunni? Var drukkið mikið hvítvín:) væri sko ekkert á móti því að fá smá sumar aftur;)
kv. Ásta Björk