þriðjudagur, október 31

Það er kominn sumartími. Það er að segja það er búið að breyta klukkunni í sumartíma. Núna erum við 11 klst á undan Íslandi. Sem sagt ef að það er hádegi á Íslandi þá er hún 11 um kvöld hér.

Helgin var bara þónokkuð góð. Við fórum í bíltúr í góða veðrinun á sunnudeginum. Keyrðum upp á nokkurskonar hálendi sem heitir Mt Macedon og skoðuðum meðal annars gamlan enskan garð. Þetta var nokkurs konar herragarður enskrar fjölskyldu fyrir rúmlega 100 árum og fullt af eldgömlum trjám þarna. Svo er þarna vínræktun, og hesthús. Myndin hérna er af tennisvellinum í garðinum. Svo er meira að segja sér Crockett völlur. Við stoppuðum svo í bæ sem heitir Woodend og fengum okkur hádegismat. Já það eru mörg skrýtin bæjarnöfnin hérna.

Gerði nú svo lítið í gær nema að vinna. Það var erfitt að vakna í vinnuna út af sumartímanum. Ég var sem sagt að vakna klukkutíma fyrr en vanter en þegar ég kem heim úr vinnunni þá er ég komin heim klukkutíma fyrr. Ég horfði svo á síðasta þátt af Grey's Anatomy, ekki smá sorglegt. Verð að viðurkenna að það féll eitt eða tvö tár. Núna verð ég að lifa af næstu vikur án neinna góðra sjónvarpsþátta. Hjarta mitt tók nú samt smá kipp þegar ég sá auglýst The OC. Það á að byrja aftur bráðum án Marissu auðvitað.

Svo held ég að það sé bara ekkert planað fyrir næstu helgi! Mér var nú samt boðið að fara á veðreiðar á laugardeginum (Derby Day) en ég tími því ekki. Lucy og Prue eru að fara, en þetta er í Melbourne og maður verður að redda sér kjól og hatti. Svo er inngöngueyri (3000kr) og svo náttúrulega áfengi. Það væri náttúrulega rosa gaman en ég held ég sleppi því þetta árið. Ég verð að spara pening ef stelpurnar (Erla og Tinna) koma til mín á næsta ári. Verð að eiga smá pening til að gera eitthvað með þeim.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er það þá 3 serían af O.C?? Hér í DK voru líka auglýsingar um nýja þáttaröð með O.C og mín var ekkert smá glöð með það en neinei þegar ég var tilbúin fyrir framan tv, þá var þetta sería 2 sem ég er auðvita löngu búin að sjá heima á Íslandi!!!!Þessir danir þeir eru svo seinir í öllu...hehe
kv. Ásta Björk

Olga sagði...

Nei þetta er sko nýja serían. Verður á sama tíma hér og í Bandaríkjunum :)

Nafnlaus sagði...

afhverju datt mér ekki i hug að flytja bara til Ástralíu;)
Björkin