laugardagur, október 28

Best að setja nokkur orð hérna inn....
Fórum í fertugsafmæli í gær. Afmælið var haldið í sal fyrir ofan pöbb sem heitir North Star Hotel. Í Ástralíu er siður að láta pöbba heita Hotel. Þetta getur verið svolítið ruglandi fyrir utanaðkomandi fólk. Þetta er af því að í gamla daga gat fólk gist á pöbbum. Það voru herbergi fyrir ofan pöbbinn. Sumir pöbbar reka enn gistihús en flestir hafa breytt herbergjunum í sali fyrir samkomur. Annars var afmælið bara fínt. Pöbbinn lokaði hins vegar klukkan 12, sem var fyrir bestu því annars hefði fólk bara verið þar lengur og drukkið meira.

Ég er svo að fara að hitta Lucy og systur hennar Prue (tvíburasystur) sem er nýkomin heim eftir að hafa verið í Evrópu í ár. Hún vann á báti á Ítalíu fyrir megaríkt fólk. Þegar stelpa foreldranna sem átti bátinn átti afmæli bauð hún öllum vinum sínum í siglingu til Frakklands, Paris Hilton var meðal þeirra sem var boðið. Prue var náttúrulega þarna á bátnum líka að þrífa og taka til eftir þau. Hún sagði að Paris hefði látið rosa lítið fara fyrir sér. Var aðallega bara í sólbaði.
Þær eru að fara í 21 árs afmæli í kvöld en ætla að fara á pöbb fyrst og fá sér nokkra fordrykki. Ég og Joss (frá IBM) ætlum að hitta þær þar. Joss er reyndar að leggja af stað til Queensland með kærastanum sínum. Þau ætla að fara þangað í nokkra mánuði. Búa í húsvagni og fá sér vinnu. Veit ekki hvernig það allt saman fer. Samaband hennar og kærastans er nú frekar stormasamt. En ég fer ekki nánar útí það hér þar sem að ég myndi geta skrifað heila bók um hana Joss. Líf hennar er svona samansett af Trailer-Trash og Bold and the Beautiful. Alltaf drama í kringum hana.

Já við ætlum sem sagt að hittast um 5 leytið. Ég verð svo að vera komin tímalega heim aftur þar sem að Patrick ætlar að elda Lambafillet á pönnu í kvöldmatinn. Mmmmmm.....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þið eruð bara alltaf í afmælum! :)Það naumast...

Nafnlaus sagði...

Nákvæmlega, það er sko nóg að gera hjá ykkur í jamminu....hehe...

Hvenær á svo að kíkja á djammið hér á klakanum???

Sólveig.