sunnudagur, október 22

Áhugaverður dagur í gær. Dagurinn byrjaði á jarðarför. Móðir konu bróður hans Patrick's lést um daginn. Hún var um áttrætt og búin að vera mikið veik. Við vissum nú bara af þessu á síðustu stundu. Þar sem að mamma hans Patricks gleymdi að láta okkur vita.
Eftir jarðarförina fórum við heim og skiptum um föt og skruppum í búðir og ég náði að versla tvennar jólagjafir. Ekki smá ánægð með sjálfa mig.
Eftir það hittum við David vin Patrick's á pöbbi og horfðum á veðreiðar. Núna er nefnilega Veðreiða Karnival hér. Tíu pöbbarar á pöbbnum höfðu veðjað stórt og unnu 3 milljónir króna, sem sagt 300.000 kr hver. Það flæddi frír bjór um allan pöbbinn og haldið upp á þetta með sælkeramat. Maður náttúrulega hámaði þetta í sig en með kannski svona smá vonsku yfir að hafa ekki veðjað á nokkra hesta sjálfur. Ég hefði alveg geta nýtt mér 300.000kr.
Að þessu loknu sótti Margie systir hans Patricks okkur og við héldum áleiðis í 21 árs afmæli. Afmælið breyttist svo fljótlega í hálfgerðan næturklúbb þegar allir vinir afmælisbarnsins voru mættir á svæðið. Við tókum fyrsta far heim eftir nokkra drykki og afmælisræður. Vorum komin heim fyrir miðnætti.

Vaknaði svo bara þónokkuð góð í morgunn. Fór í bæinn og keypti málningu. Ég hirti gamlan Ikea spegil hjá Önnu og Robbo (þau voru að losa sig við ýmislegt drasl) og málaði hann bláan í dag. Ég ætla svo að reyna að skreyta hann með glersteinum sem ég átti. Veit ekki alveg hvað ég er að gera en ætla bara að láta sköpunargáfuna ráða og sjá til hvernig þetta heppnast. Síðan er maður bara búin að liggja í sólbaði hérna útá verönd. Ég veit sko pottþétt hvað mig langar að fá í jólagjöf. Sólbekk! Vantar eitthvað til að liggja á svo ég geti notið sólarinnar í sumar :)

Engin ummæli: