miðvikudagur, október 18

Aðalfréttin í Ástralíu í dag. Íslendingar að hefja hvalveiðar aftur! Já kannski ekki aðalfréttin en það var eitthvað minnst á þetta. Ég verð nú að viðurkenna að persónulega finnst mér þetta vera hálfgert rugl í Íslendingum. Enda borða ég ekki hvalkjöt. Manni finnst svona eiginlega að Íslendingar séu bara að þessu til að pirra aðrar þjóðir. Ég býst nú samt við að það sé margur Íslendingurinn kominn með vatn í munninn við hugsunina að geta bráðum að farið út í búð og keypt hvalkjöt.

Hvað er annars í fréttum hér? Ekki mikið. Bara vinna, vinna hjá okkur svo er okkur boðið í annað 21 árs afmæli á laugardaginn. Mér finnst vera óvenjumikið af 21árs afmælum. Það hlýtur að hafa verið slegið fæðingarmet árið 1985. Frændi hans Patricks úr sveitinni verður 21 árs og veislan verður haldin í skúrnum heima hjá þeim. Sem yfirleitt þýðir að fólk stendur með bjór í annarri hendi, "sausage roll" í hinni og kjaftar. Stundum er fólk líka með Jukebox eða Glymskratti eins og ég held að það sé kallað á íslensku.

Svo er ég líka að plana að fara í jólagjafaleiðangur. Já maður verður að vera snemma í þessu þegar maður þarf að senda þetta í kringum hálfan hnöttinn. Látið mig vita ef að það eru einhverjar sér óskir með gjafir!!!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ha eru Íslendingar byrjaðir að veiða ?
Kemur það mér við ?
Það eru allir að verða 21 ára á þessu ári.
Hættu að ger grín af mér.
Hæ hvað segiru gott ?
Jæja þá er allt komið.

Nafnlaus sagði...

Ég vil bara eitthvað lítið þessi jól. Ilmkerti eða lyklakippa kæmi sér vel.

Kveðja,
Guðfinna

Nafnlaus sagði...

Vá eru Ástralir virkilega að pæla í hvalveiðum Íslendinga. OMG !!

Mig langar í jeppa, Olga mín. Þú sendir hann bara með hraðpósti : ) hahahahhahahaah.,....

Solla bolla