
Hvað er annars í fréttum hér? Ekki mikið. Bara vinna, vinna hjá okkur svo er okkur boðið í annað 21 árs afmæli á laugardaginn. Mér finnst vera óvenjumikið af 21árs afmælum. Það hlýtur að hafa verið slegið fæðingarmet árið 1985. Frændi hans Patricks úr sveitinni verður 21 árs og veislan verður haldin í skúrnum heima hjá þeim. Sem yfirleitt þýðir að fólk stendur með bjór í annarri hendi, "sausage roll" í hinni og kjaftar. Stundum er fólk líka með Jukebox eða Glymskratti eins og ég held að það sé kallað á íslensku.
Svo er ég líka að plana að fara í jólagjafaleiðangur. Já maður verður að vera snemma í þessu þegar maður þarf að senda þetta í kringum hálfan hnöttinn. Látið mig vita ef að það eru einhverjar sér óskir með gjafir!!!
3 ummæli:
Ha eru Íslendingar byrjaðir að veiða ?
Kemur það mér við ?
Það eru allir að verða 21 ára á þessu ári.
Hættu að ger grín af mér.
Hæ hvað segiru gott ?
Jæja þá er allt komið.
Ég vil bara eitthvað lítið þessi jól. Ilmkerti eða lyklakippa kæmi sér vel.
Kveðja,
Guðfinna
Vá eru Ástralir virkilega að pæla í hvalveiðum Íslendinga. OMG !!
Mig langar í jeppa, Olga mín. Þú sendir hann bara með hraðpósti : ) hahahahhahahaah.,....
Solla bolla
Skrifa ummæli