sunnudagur, október 15

Það eru endalaus afmæli í gangi. Fór í 21 árs afmæli á föstudagskvöldið sem endaði með miklu djammi. Laugardags eftirmiðdag fórum við í heimsókn til Önnu og Robbo. Anna er sænsk og Robbo ástralskur. Þau eru að flytja til Svíþjóðar. Anna hefur ekki búið í Svíþjóð í 15 ár og þau eiga tvær litlar stelpur. Þetta á eftir að verða þónokkur breyting fyrir þau. Þau eru sem sagt búin að selja húsið sitt og tilbúin í að byrja nýtt líf í Svíþjóð. Ég vona að það gangi allt saman vel hjá þeim en mér kæmi samt ekki á óvart ef þau kæmu aftur til Ástralíu eftir nokkur ár.

Annars eru bara þurrkar og vatnskortur hér. 1.nóvember má ekki lengur vökva garða eða þvo bíla hér í Ballarat. Það eru öll vatnsból að þorna upp þar sem að það er ekki búið að rigna almennilega síðustu 6 árin. Ef að fólk er með brunn (bor) á lóðinni hjá sér þá má nota það vatn en ekki kranavatn til að vökva. Við sem erum með nýjan grænmetisgarð. Veit ekki hvernig fer með hann. Maður verður sennilega að fara að endurnýta baðvatnið og setja fötur í sturtuna þegar maður fer í sturtu.

Svo er Erla systir búin að fá þessa brjáluðu hugmynd að koma til Ástralíu í byrjun næsta árs. Ætla að kíkja á flug fyrir hana til að fá smá hugmynd um verð. Ég læt þig vita Erla hvað ég finn.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nohh, bara nóg að gera í djamminu : )
En það þarf sko ekki að hafa áhyggjur af vatnsskorti hérna, þvílík rigning núna...úffidíúff...

Sólveig