fimmtudagur, september 28

Ég er búin að vera í söfnunarátaki í vinnunni þessa vikuna. Greyið Lucy er á spítala í Melbourne og við ætlum að senda henni blóm og eitthvað meira gotterí. Lucy er búin að vera með slæmt bak í fjögur ár. Læknar töldu að hryggjarliður hefði skaðast þegar henni var hrint harkalega þegar hún var að spila hokkí. Það kom í ljós núna um daginn að það er æxli á hryggnum. Læknarnir eru nokkuð vissir um að þetta sé góðkynja æxli en þurfa samt að skera það í burtu. Sem sagt Lucy er á spítala og verður þar sennilega í viku. Ég ætla að panta blóm og láta senda á morgun, svo er ég líka að plana að fara í dagsferð til Melbourne á laugardaginn. Ætla að skreppa í búðir og svona og heimsækja Lucy.

Annars er vinnufundur á föstudagskvöldið og ég held ég fari þangað. Þessir vinnufundir eru svona annað hvern mánuð og eru haldnir á pöbbi. Það er talað um vinnu í svona hálftíma og drukkið og fríar veitingar í boði. Það er svo influtningspartý hjá stelpu í vinnunni. Ætli maður kíkji ekki aðeins í það. Ég ætla nú samt ekki að fara á neitt djamm þar sem ég er að plana að taka lest snemma daginn eftir til Melbourne eða"The Big Smoke" eins og sveitafólkið kallar borgina.

Engin ummæli: