Jeminn eini. Það er kominn október. Það verða komin jól fyrr en maður veit af.
Ég og Patrick tókum lestina til Melbourne í gær. Heimsóttum Lucy um morguninn. Hún virtist frekar slöpp, enda var þetta frekar stór aðgerð. Æxlið var vafið um hrygginn á henni og læknarnir sögðu að ef þeir hefðu ekki tekið það þá myndi hún hafa lamast. Ja hérna. Þeir náðu því öllu en hún verður á spítalanum í svona viku.
Eftir spítalann fórum við á Victoria Market sem er risa útimarkaður. Þarna eru aðallega ítalir og grikkir að selja grænmeti, ávexti kjöt, fisk og svo alskonar muni og föt. Ég röltaði svo í bæinn að kíkja í búðir og Patrick röltaði á pöbbinn að hitta tvo vini sína og horfa á úrslitaleik í fótbolta. Ég fór í risaverslunina Myer sem er svona svipað og Debenhams (nema svoldið flottari og mun stærri).

Það var útsala þar og ég kíkti niður í kjallara hjá þeim sem þeir eru nýbúnir að gera upp. Þetta er risa kjallari með föt fyrir "ungt" fólk eða gelgjur. Ekki smá "trendý" staður. Það er DJ sem spilar þarna niðri og allt rosa töff og flott. Mér leið ógeðslega ótöff eitthvað. Ég er einhvernvegin ekki að fíla þessa tísku sem er í gangi. Allt ógeðslega 80's eitthvað. Sumt er svona ágætt en margt er svona einum of. Maður man allt of vel eftir 80's tískunni og hvað hún var ógeðsleg á sínum tíma. Ég gat nú samt ekki staðist freistingarinnar og keypti mér 2 boli og stuttbuxur, fyrir sumarið. Var að hugsa um að reyna að kaupa jólagjafir handa Erlu og Tinnu. En ég endaði bara með að kaupa föt á sjálfa mig. Stelpur hvað langar ykkur í jólagjöf? Ég verð að fara að pæla í þessu afþví ég verð að senda þetta tímalega. Ef ykkur langar í eitthvað 80's þá ætti sko ekki að vera vandi að finna eitthvað.
Eftir soldið búðarráp (ég elska að búðarrápast í Melbourne) þá tók ég sporvagn og hitti strákana á pöbbnum. Fékk með tvo öllara og svo var hoppað í næstu lest og haldið heimleiðis ... í sveitina.
4 ummæli:
Hey ég á svona stígvél...og svona buxur.
Er ég þá voða ótöff? :(
Nei Þjodfelagid segir ad tu sert ogedslega toff en biddu nokkur ar og tu munt sja hvad tetta var ogedlega hallaerislegt.
Ég minnist skærappelsínugulu hjólabuxnana þinna.
Fannst þjóðfélaginu það einhverntíman töff?
Já, ég er ekki alveg inn í þessari tísku núna. Finn mér einhvern veginn aldrei neitt sem mér finst flott. Reyndar er ég ekki búin að kaupa mér almennileg föt í ár og aldir ; ( Svona er að eiga barn, maður hefur aldrei tíma til að hanga í búðum..hehe..
Sólveig.
Skrifa ummæli