Ahhhh....sunnudagur....letidagur....reyndar þrifidagur hjá mér. Skrúbbaði og skúraði allt. Búinn að öllu og klukkan varla orðin eitt. Ekki smá dugnaður!
Ég er ekki búin að vera meira en lítið orkusöm þessa helgina. Veit ekki hvað er í gangi. Fer þetta ekki eftir hvar pláneturnar eru hjá manni, það er að segja samkvæmt stjörnuspám.

Fór í fjallgöngu á laugardaginn. Sem sagt ég og Patrick fórum í bíltúr. Keyrðum fyrst að litlu fjalli sem heitir Mt Emu en það voru sveitabæjir þar í kring og allt afgirt þannig að við keyrðum bara lengra. Lentum í litlum bæ sem heitir Beaufort og skoðuðum okkur þar um í antíkbúðum og bakaríum. Héldum svo akstrinum áfram þangað til við komum að fjalli sem heitir Mt Becksworth. Það eru tré plantekrur og moldarvegur alveg að fjallinu. Við sem sagt keyrðum upp að þessu fjalli og fórum að klifra. Þetta er nú ekkert risa fjall. Ég meina þetta er engin Esja eða neitt svoleiðis en samt gaman að fara þarna upp. Mikið að trám, fuglum og litlum kengúrum (Wallabies). Við komumst reyndar ekki upp á toppinn. Verð að viðurkenna að maður er ekki í neitt geðveiku fjallgönguformi og fjallið er mjög bratt og klettamikið nálægt toppnum. Myndin hérna er útsýni af fjallinu.
Laugardagskvöldið fórum við í þrítugsafmæli á pöbbi í Ballarat. Choc (Brendan) sem kom í heimsókn til Íslands einn veturinn varð þrítugur. Ákvað að vera skynsöm og drakk bara 3 hvítvínsglös allt kvöldið og var komin heim rétt eftir miðnætti. Þetta þýðir auðvitað að ég vaknaði fersk í morgunn og fór að þrífa.
3 ummæli:
Voðalega ertu dugleg : ) Myndarleg húsmóðir...hehehehe..
Solla bolla
HAHAHA....
Emu fjall
Já það á víst að líta út eins og liggjandi Emu fugl. Það er annað fjall rétt hjá sem að heitir Fíla fjall (Mt. Elephant). Held að þetta séu frumbyggja nöfn :)
Skrifa ummæli