föstudagur, september 15

Held að þetta sé allt að koma með síðuna. Er ekki alveg 100% ánægð en nenni ekki að stússast meira í þessu.

Er bara að taka því rólega í kvöld. Patrick er að horfa á úrslitaleik í áströlskum fótbolta og ég í tölvunni. Er svo að fara í annað 21 árs afmæli annað kvöld. Patrick er að fara á úrslita fótboltaleik í Ballarat með nokkrum strákum úr vinnunni og ég fer í afmæli með krökkum úr vinnunni minni.

Um síðustu helgi fórum við í 2 afmæli á laugardagskvöldinu. Fórum til Lucy fyrst í matarboð. Systir hennar og kærasti systur hennar elduðu rosa góðan mat. Ravioli pasta í forrétt með túnfisksfyllingu og ólívupaté. Ofnbakaður kjúklingur með kartöflum og pestó í aðalrétt og síðan súkkulaðiréttur í eftirrétt. Alveg frábær matur. Jafnvel betri en á besta veitingastað. Við vorum þar fram yfir miðnætti, þannig að þegar við komumst í bæinn var hitt afmælið að mestu búið. Hittum nú samt afmælisbarnið inná pöbbi og óskuðum honum til hamingju með daginn. Er ekki viss um að hann muni nú samt eftir því....

2 ummæli:

Helga sagði...

Flott look a nyja blogginu! Og list vel a sjalfsthurftarbuskap ykkar og oll plontu og jurtakaupin!!! :)

Helga Irlandsbui!

Nafnlaus sagði...

Já, flott nýtt look!

Kveðja, Magga