
Orðin árinu eldri. Ekki spyrja mig hvað ég sé orðin gömul. Ég missti töluna fyrir löngu þegar ég átti ekki fleiri putta og tær til að telja.
Við fórum til Melburne á laugardags- morgninum. Fyrsta stopp var útsölu-kringla sem heitir DFO (Discount Factory Outlets). Ég verslaði mér heilmikið af sumarfatnaði. Já þó það sé enn vetur hér þá gat ég bara ekki hugsað mér að kaupa mér fleiri peysur þannig að ég endaði með því að versla mér bara sumarkjóla og hlíraboli. Ég verð að vera rosa bjartsýn núna og vona að það fari að hlýna bráðum. Við skruppum líka í IKEA. Alltaf gaman að kíkja þangað. Sáum flottan sófa sem okkur langar að kaupa. Hann er splunku nýr hjá þeim þannig að hann ætti að vera í búðinni eitthvað lengur.
Við gistum svo á hóteli í ítalska hluta Melbourne. Fórum svo náttúrulega á ítalskan veitingastað. Það er gata þarna sem heitir Lygon Street og maður fær rosa ítalíu/evrópskan fíling. Allt morandi í veitingastöðum þar sem ítölsku kallarnir standa fyrir framan og reyna að fá mann inn. "Come here, eat at my restaurant. Best food in town. If you not like you not have to pay"
Á sunnudagsmorgninum fórum við svo á gamlar slóðir og fengum okkur morgunmat á kaffihúsi í Albert Park. Svo var röltað um miðbæjinn. Það var sýning á listaverkum Picasso á listasafninu í bænum en við komumst af því að við þurftum að bóka með fyrirvara til að komast að.
Ég ætlaði að taka mér frí á mánudeginum en ég var búin að vera veik í rúmlega 3 daga fyrir helgi. Fékk einhverja kvefpest og var rúmliggjandi. Ég fæ ekki borgað fyrir veikindadaga þannig ég ákvað að ég yrði nú helst að fara í vinnuna á afmælinu mínu. Það var nú svo ekki slæmt eftir allt því mánudagurinn var almennur frídagur í Sydney þar sem að allar helstu Westpac banka skrifstofurnar eru og því ekki mikið um símhringingar. Svo þegar ég kom heim úr vinnunni þá eldaði Patrick handa mér lambafillet á pönnu með kartöflugratín......mmmmhhhhh.
Það eina sem vantað til að fullkomna kvöldið var Desperate Housewifes (sem eru yfirleitt á mánudögum). Síðasti þátturinn í þessari syrpu var í síðustu viku. Í staðinn settur þeir Grey´s Anatomy....sem að er nú ekki það slæmt, en samt enginn Desperate Housewifes. Verð að bíða fram á næsta ár eftir næstu syrpu. Ég meina, hvað gerist; deyr Mike Delfino, drepur Gabrielle Carlos, munu Lynette og Tom lifa hamingjusöm með fyrrverandi kærustu Tom's í næsta húsi, mun Edie nokkurn tíma finna mann, mun Bree fara aftur á geðveikrarhælið og hver er tannlæknirinn og hvað vill hann ??? svo margar spurningar sem verða að bíða.
Já svo er LOST að enda líka. Veit ekki hvað maður gerir núna á kvöldin. Ekkert í sjónvarpinu. Hjálp!
3 ummæli:
Innilega til hamingju með afmælið ;)´
kv Arna á klakanum
Já til hamingju með afmælið ;)
Til hamingju med afmaelid elsku Olga min!!!
Helga
Skrifa ummæli