föstudagur, ágúst 11

Finale af Lost í gærkvöldi. Veit ekki hvernig staðan er á Íslandi, hvort syrpan er löngu búin eða á eftir að klárast. Ekki smá spennó þáttur þó að sumir hafi sagt þeir urðu fyrir vonbrigðum með endirinn. Það er reyndar allt í lausu lofti, sem maður átti nú náttúrulega von á samt. Nú bara ein syrpa eftir.

Erum að fara á pöbb í kvöld að hlusta á Blues hljómsveit með David vini hans Patricks. Það ætti að vera fjör. Svo fékk ég uppskriftabók í afmælisgjöf frá Lucy sem vinnur með mér og ætla að prófa einhverja skemmtilega uppskrift um helgina. Svo tekur maður því bara rólega held ég og reynir að hugsa ekki um vondu kallana í heiminum sem reyna að sprengja flugvélar.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Lost er búið hérna líka og Desperate Housewifes líka og Americas Next Top Model....

Ég veit ekki hvað ég á að gera!

Helga sagði...

talandi um brjalada sprengjandi flugvelakalla...her er sko flestir frekar paranoid, thar sem er svo stutt a milli Irlands og Englands. Vid erum ad fara til Englands i september og get eg nu ekki sagt ad eg hlakki til thessa flugbras, get ekki einu sinni tekid vatnsflosku med mer ad drekka! Vona ad thid hafid thad gott, vildi ad eg hefdi verid med ykkur a blustonleikunum!!! Helga.