Ætla að taka mér smá frí frá gleðskapnum í bili. Það var mikið djammað um þessa helgi. IBM ballið á föstudagskvöldinu. Frítt áfengi og djammað fram á nótt. Það tók mig alla helgina að ná mér. Maður er sko ekkert unglamb lengur, næstum orðin 27 ára gömul, maður verður að hætta þessu rugli og slaka á. Maður skemmti sér nú samt alveg frábærlega á ballinu. Ég fæ vonandi bráðum myndir og set hér inn ....ef að þær eru við hæfi, hef ekki skoðað þær enn. Var ekki með 'digital' myndavél.
Er núna að plana næstu helgi. Nei það verður ekki mikið djúsað, held ég. Erum að plana að skreppa til Melbourne og gista á hóteli þar, versla, fara út að borða, kíkja á útimarkaði og fleira skemmtilegt í tilefni afþví að ég er að eldast. Ég er að reyna að fá frí á mánudeginum en það er enginn rosa æstur í að vinna fyrir mig..... I wonder why....
2 ummæli:
Já, maður er orðinn svo gamall!!!!!!!!!! Þetta er rosalegt : )
Solla bolla gamla konan!!
Til hamingju með afmælið Olga mín! Vona að þú njótir dagsins! :)
Kveðja,
Magga
Skrifa ummæli