
þriðjudagur, júlí 25
Ég er lasin :( Reyndar ekkert rosa lasin. Ég fór heim úr vinnunni í dag um hádegi. Er að fá kvef og hálsbólgu held ég og var bara ekki að meika vinnuna. Kom heim og skellti mér beint í rúmið. Núna líður mér mun betur. Held ég hafi kannski bara þurft svefn, bissý helgi og allt það.
Ég keypti mér krullujárn núna nýlega. Tilgangurinn er að krullast fyrir næstu helgi því það er IBM Ball á föstudeginum. Ég búin að kaupa mér fínan kjól og alles. Hef verið að gera nokkrar krullu tilraunir á hárið á mér....hmmm. Þetta tekst svona misjafnt. Hef samt tekið eftir að því skítugra sem hárið á mér er því betur krullast það. Verð því að láta það óþvegið í svona 2 daga. Já já...ég veit núna eru allir að ímynda sér mig með krullótt hár og eiga erfitt með að halda niðrí sér hlátrinum. Þeir sem hafa séð fermingarmyndina af mér hlæja enn meira. Veit ekki hvort að þættirnir Kath & Kim séu sýndir á Íslandi. Er að pæla í að prófa svona krullur eins og Kath hér á myndinni er með. Geðveikt kúl ;) Annars eru þetta frábærir þættir sem gera grín að fólki í úthverfum Melbourne. Hafa unnið til verðlauna á Bretlandi. "Look at moy" "Look at Moy". Erla og Tinna, ég verð að senda ykkur þessa þætti. Algjör snilld!

Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)

2 ummæli:
HAHAHa....ég verð nú að segja það að ég sé þig ekki alveg fyrir mér með krullótt hár!!!! Þú verður að láta inn myndir af þér svo maður sjái þig svoleiðis : )
Solla bolla
Ég ætla nú ekkert að setja í mig neinar svona ömmu krullur, meira svona síðar krullur eða slöngulokka.
Ég set pottþétt inn myndir af ballinu.
Skrifa ummæli