Þvottavélin komin í lag. Það er reyndar ekki alveg satt. Hvað gerðist er að við fengum nýja þvottavél. Gaurinn kom á mánudeginum með nýja þvottavél handa okkur sem virkar. Ekki smá lúxus að hafa þvottavél!
Annars voða lítið að segja héðan. Var bara að koma heim úr vinnunni og á leiðinni út að versla í matinn.
Það eru síðan tvö partý um helgina. Föstudagskvöld er kveðjupartý fyrir frænku hans Patricks. Hún er að fara til Englands í nokkrar vikur. Laugardagskvöld er vinnupartý hjá mér. Held ég fari. Ætti að vera áhugavert.
Held ég sé komin með nýjan heimiliskött. Á hverjum degi þegar ég kem heim úr vinnunni þá sefur köttur á dyramottunni hjá okkur. Ekki smá sætt. Ég held að hann tilheyri reyndar nágrönnum okkar. Mottan okkar hlýtur að vera betri en þeirra motta.
2 ummæli:
Til hamingju með þvottavélina mín miðaldra systir.
Hvenær verður lúxus sveitasetrið með tennisvelli og sundlaug tilbúið hjá ykkur svo ég geti farið að koma í heimsókn???
Hallo Olga min! Eg les bloggid thitt reglulega, er bara svo lot vid ad commenta. Af okkur Keith er allt gott ad fretta, erum bara ordin grahaerd ad bida eftir husinu sem vid erum ad kaupa, endalaust pappirsbakn i kringum thad. Kannski madur drifi sig bara til Astraliu og gefi skit i graenu eyjuna?! Bless i bili, thin vinkona Helga. Keith bidur kaerlega ad heilsa ykkur. (Erum alltaf a leidinni ad hringja, en thad dregst alltaf...!!!)Chiao!
Skrifa ummæli