Smá þynnka í gangi....ekkert of alvarlegt samt. Fórum á fótbolta samkomu í Dunnstown í gær. 1000 kall aðgangseyri og svo frítt áfengi í 2 klst. Síðan var einn miði dreginn úr og sá aðili vann 50.000 kr. Það var ekki ég, því miður.
Fyrr um daginn keyptum við okkur svo notaða þvottavél. Komumst af því að hún virkar náttúrulega ekki. Við keyptum hana í lítilli þvottavélabúð og hún kom með 12 mánaða ábyrgð þannig að þeir verða að gera við hana. Þetta er samt ógeðslega pirrandi. Er að pæla í að skila bara vélinni og fá peninginn til baka og kaupa nýja þvottavél í staðinn. Það þýðir samt að við verðum sennilega að borga 40 -50 þúsund í staðinn fyrir bara 15 þúsund. Jæja, maður verður að fara að koma sér út í þvottahús og þvo. Annars verður maður frekar illa lyktandi í vinnunni á morgunn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli