
Komin heim eftir 2 daga í smábæ sem heitir Point Lonsdale og liggur við ströndina. Fór þangað niður eftir með Lucy, sem vinnur með mér og Tendille vinkonu hennar á föstudagskvöldinu. Á leiðinni niður á eftir lentum við í verstu þoku sem ég held ég hafi séð á ævi minni....og sú ævi spannar yfir næstum 27 ár. Við komumst nú samt óhultar á áfangastað. Lengra meðfram ströndinni er viti og margir vitar eru með þokulúðra. Þessi viti var með þokulúður. Það þýddi sem sagt að það var ekki mikið sofið þá nótt. Þetta hljómar svona svipað og almannavarnir. Frekar pirrandi. Maður getur samt huggað sér við að ekkert skip strandaði þessa nótt. Ég veit samt ekki alveg hvernig svona þokulúðrar virka. Ef að skip er að sigla í svarta þoku og alltí einu heyrir í þokulúðri, hvernig veit maður hvaðan hljóðið kemur frá...hmmm.
Á laugardagsmorginum löbbuðum við á næsta kaffihús og fengum okkur morgunmat sem var að sjálfsögðu Egg og Beikon. Síðan var kíkt í búðir. Held ég hafi aldrei séð eins margar 'dúttlerí' búðir. Svona búðir sem selja allskonar krúttulega hluti. Föt, kerti, búsáhöld, skartgripi og flr í einni búð. Keypti mér svona gamaldags ilmsápur. Hefði samt getað keypt fullt, fullt af dóti ef ég ætti efni á því. Síðan var drukkið kampavín á laugardagskvöldinu með ostum og paté. Já bara nokkuð góð helgi, þrátt fyrir þokulúðra.
Sunnudagur í dag og svo er frídagur á morgunn. Afmæli drottningarinnar. Yessss....bara 4 daga vinnuvika og svo aftur helgi :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli