Jæja ennþá ein í búinu. Patrick kemur víst ekki heim fyrr en um þarnæstu helgi. Hmmm...það eru svona 10 dagar.
Hann er víst að planta trjám eins og brjálæðingur því hann fær borgað fyrir hvert tré sem hann plantar. Segir að hann hafi aldrei unnið eins mikið á ævinni. Hann ætti því að fá góðan $$$.
Helgin leið frekar hratt. Ég skrapp í bæinn á laugardeginum og kíkti í búðir. Á sunnudeginum fór ég heim til Maree systur hans Patrick. Christine, Helen, Margie og krakkarnir þeirra komu líka og við horfðum á upptöku af Dunnstown Idol sem hafði verið kvöldið áður. Frekar fyndið. Það voru aðallega krakkarnir í Dunnstown sem voru með atriði, en líka nokkrir fullorðnir.
Svo var bara vinna á mánudeginum. Engin Hvítasunna hérna. Það er reyndar löng helgi um næstu helgi. Afmæli blessaðrar Englands drottningar á mánudeginum. Það er reyndar ekkert afmælið hennar þá en af einhverjum orðsökum þá halda Ástralir upp á þennan dag þá. Ég er ekkert að kvarta því ég fæ frí.
Lucy sem að vinnur með mér bauð mér að koma niður á strönd. Hún og nokkrir vinir hennar fara þangað um helgina. Foreldrar hennar eiga sumarhús við ströndina. Ég var að pæla að kíkja í einn dag. Hugsa um að fá far niðureftir (2klst akstur) á föstudagskvöldinu og taka rútuna svo heim á laugardeginum. Ég held að þetta verði nú ekkert brjálað sumarbústaðapartý eins og gerist á Íslandi, en það er aldrei að vita, he he.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli