Fyrsti vetrardagur í dag.
Ég er ekki búin að skrifa í svoldinn tíma. Hvað hefur gerst síðan síðast.
Þriðjudag fyrir viku dó mágur Patricks. Jarðaförin var síðasta mánudag. Jarðaförin var sorgleg þar sem hann var ekki einu sinni orðinn fimmtugur. Hann var með sjúkdóm sem heitir Huntingtons, sem að kryplar fólk svipað og MS. Hann tók líf sitt áður en sjúkdómurinn var kominn á lokastig.
Við fórum í trúlofunarpartý á laugardeginum og síðan í kistulagningu á sunnudeginum. Jarðaförin var á mánudeginum og ég tók mér frí úr vinnunni allan daginn. Á þriðjudeginum fór Patrick til Nýja Suður Wales fylki að vinna. Hann er byrjaður að vinna fyrir skógræktarfélag sem er í augnablikinu að planta trjám þar. Hann verður sennilega í burtu í 2 vikur. Síðan er aðallega bara unnið hérna í kringum Ballarat.
Þannig að ég er bara búin að vera að vinna. Þegar ég kem heim leik ég mér í tölvunni eða glápi á imbann. Í dag komst að því að strákurinn sem býr við hliðina á okkur vinnur með mér. Hittumst í strætó og fórum svo út á sama stað. Það búa um 100.000 manns í Ballarat en maður mætti halda að staðurinn sé miklu minni. Stelpurnar hinum megin við okkur fara í Háskólann við hliðina á þar sem ég vinn.
Veit ekki alveg hvað ég geri um helgina. Það er víst vinnupartý á föstudagskvöldið. Veit samt ekki hvort ég fer. Ég er svo að pæla í að fara að versla mér föt á laugardaginn. Kæmi mér svo ekki á óvart nema að einhver að systrum Patricks komi í heimsókn.
2 ummæli:
Hæ, takk fyrir gjöfina. Er loksins búin að fá hana :D
I like it ;)
Leiðinlegt að heyra með mág hans Patricks. :(
Gangi ykkur allt í haginn!
Kv. Magga
Skrifa ummæli