Ég á mér uppháalds sjónvarpsþátt á hverjum virkum degi, nema á föstudögum því þá er bara fótbolti í sjónvarpinu.
Mánudagur - Desperate Housewifes

Þriðjudagur - The OC

Miðvikudagur - House

Fimmtudagur - Lost

Síðan eru náttúrlega aðrir þættir, eins og CSI, ER, Simpsons og Prisonbreak. Ég veit að það hljómar eins og ég sé algjör sjónvarpsfíkill en ég horfi ekki á alla þessa þætti í hverri viku. Fer yfirleitt snemma að sofa þar sem ég er ekki atvinnulaus lengur og verð því að vakna á milli 6:30 og 7 á morgnanna. En það er gaman að það séu enn búnir til skemmtilegir sjónvarpsþættir. Þegar Friends, Seinfeld, Fraser og Sex and the City hættu þá hélt maður að nú væri allt búið, ekki bjóst maður við því að það væri hægt að koma með hugmyndir af fleiri skemmtilegum þáttum.
3 ummæli:
Allt góðir þættir nema OC og House... en ertu ekki að gleyma Neighbours???
Jú Neighbours eru náttúrulega klassískir. Verð þó að viðurkenna að ég horfi ekki oft á þá.
Já, þetta eru allt góðir þættir. Ég hins vegar fíla ekki OC. Finnst t.d. One Tree Hill skemmtilegri.
Alltaf gaman að glápa á imbann! :)
Kveðja,
Magga
Skrifa ummæli