fimmtudagur, maí 11

Jæja nú er helgin næstum komin.
Föstudagskvöld er ég að fara á pöbbinn með fólki úr vinnunni. Laugardag erum við að fara á brennu. Fólk sem við þekkjum ætla að hafa brennu heima hjá sér (úti á túni) og eru búin að bjóða nokkrum að koma, fá sér nokkra bjóra og hlýja sér við eldinn. Þetta er ástralskur vinur hans Patricks og sænska konan hans Anna. Svo verður annað par þarna líka sem ég hef ekki hitt áður og konan er finnsk. Þau eru nýflutt til Ástralíu. Þetta verður sem sagt Skandinavískt partý.

Einhvernveginn verður maður svo að koma fyrir matarinnkaupum og þvotti. Við eigum ekki þvottavél ennþá þannig að við þvoum í þvottahúsi í næstu götu.

Annars er kominn vetur hér í Ballarat þó að dagatalið segji að veturinn byrji ekki fyrr en í júní. Það var frost í nótt og fór bara uppí 9 stig í dag. Brrrrrr....

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sól og sumar á Íslandi.

Búið að vera milli 9-15 stiga hita undanfarið! :)

Nafnlaus sagði...

Já það hefur farið uppí 9-11 stig hér á daginn en það er samt frost á nóttunni.

Helga sagði...

Hallo Olga min og gaman ad lesa bloggid thitt. Mer list vel a thetta skandinaviska parti og vona ad thad hafi verid gaman! Eg er loksins buin i profunum og nu er eg bara i sma pasu thar til eg fer ad vinna, en eg mun vinna fyrir brodur keith i sumar. Gangi ther vel med allt, heyrumst fljotlega og Keith bidur kaerlega ad heilsa ykkur.
Bless i bili, Helga.