
Helstu fréttir eru að Tinna systir var í bílslysi um helgina. Tinna var ekki að keyra, þar sem hún er ekki komin með bílpróf ennþá. Esther vinkona Tinnu keyrði bílinn og velti honum rétt hjá Heiðmörk minnir mig. Það sluppu allir að mestu ómeiddir en bílinn er í klessu. Veit ekki hvort Tinna þorir að keyra eftir þetta. Hún ætti þá að hafa vit fyrir að keyra varlega og alltaf að nota belti. Ef að þau hefðu ekki verið í bílbeltum þá er sko ekki gott að vita hvað hefði orðið. Greyið Tinna litla. Öll aum og marin.
1 ummæli:
Já, þetta var ekkert voðalega gaman sko...
En ég læt þetta nú ekki stoppa mig. Ég er að fara í skriflega ökuprófið 24.maí :)
Skrifa ummæli