fimmtudagur, maí 4

Ég er bara að skrifa af því mér finnst ég þurfi að skrifa. Hef ekki skrifað í þó nokkra daga.

Hef voða lítið að segja. Maður er bara búinn að vera að vinna. Mér finnst vinnutíminn minn samt alveg frábær 8-16 og engin helgarvinna. Svolítið annað heldur en þegar ég var að vinna í Rammagerðinni 9-18 virka daga og svo annan hvern sunnudag líka. Engin furða að maður hafi alltaf verið þreyttur. Það var alveg ágætt að vinna í Rammó en maður getur varla unnið svoleiðis lengi sérstaklega þegar maður stendur í fæturna allan daginn.

Vinnan gengur bara ágætlega. Það er samt rosalega mikið sem maður verður að læra og muna. Maður gerir ekkert annað en að spyrja fólk spurninga allan daginn. Þetta kemur svo smátt og smátt. Það tekur víst svona ár að vita næstum allt sem maður þarf að vita.......hmmm bara 10 mánuðir í viðbót.

Annars er ekkert planað fyrir helgina nema kannski ég kíkji í búðir. Verð víst að finna afmælisgjöf handa Tinnu siss. Ég sendi pakka til Erlu og Davíðs fyrir 4 vikum síðan og ég held að hann sé ekki einn kominn. Veit ekki hvað varð um hann.

Vildi svo bara segja til hamingju með nafnið Dagur Árni. Bið að heilsa mömmu þinni og pabba.

Engin ummæli: