Góðan daginn fólk. Við erum flutt í íbúðina okkar. Eyddum öllum laugardeginum í að flytja kassa og húsgögn. Við héldum að við ættum eiginlega ekki neitt en einhvernvegin urðu kassarnir fleiri og fleiri. Við þurfum reyndar að kaupa okkur einhver húsgögn. Þar sem við erum bara með gamlan sófa og eldgamalt sjónvarp í láni, rúm sem að við eigum og tölvuborð plús litlar hillur. Við keyptum okkur reyndar ísskáp á laugardaginn. Við eigum fullt af eldhúsdóti og slíkt dóterí en þurfum að kaupa okkur eldhúsborð og stóla. Já loksins er maður í nógu stórri íbúð til að koma fyrir almennilegu eldhúsborði.
Við erum mjög sátt við íbúðina. Ég giska á að hún sé svona sirka 15 ára gömul og það er bara smá rölt í miðbæinn héðan. Tekur mig bara 10 mín að komast í vinnuna í strætó. Jú jú ég er aftur komin í strætó eftir að hafa hertekið bílinn hennar tengdó í nokkrar vikur.
Á laugardagskvöldið fórum við svo í fertugsafmæli á Shamrock pöbbnum í Dunnstown. Það var svaka mikið af fólki og hljómsveit að spila og alles. Frítt öl líka þannig að maður var frekar slappur daginn eftir.
Ég fór svo í vinnuna á mánudeginum. Ég er byrjuð að vinna 8-4 alla virka daga. Það er ágætur vinnutími. Ég er samt ekki enn búin að venjast því að þurfa að mæta í vinnu á hverjum degi og vakna klukkan 6:30 er frekar erfitt. Sem betur fer er frídagur í dag. Það er alltaf haldið upp á hermannadag 25.apríl. Ég fæ reyndar ekki borgað fyrir frídaga enn þar sem ég er bara lausamanneskja eins og er. Þegar maður er búin að vera hjá IBM í einhverja mánuði fer maður í fast starf og fær fast mánaðarkaup í staðinn fyrir tímakaup. Það er samt frábært að fá frídag þar sem við eigum eftir að taka upp úr kössum og koma okkur betur fyrir.
Jæja best að halda áfram að þrífa og taka upp úr kössum.
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ DAVÍÐ!!!!
2 ummæli:
Til hamingju með íbúðina! Ég votta ykkur samúðar vegna kassaburðarins... þekki það of vel af eigin reynslu hvað þetta getur verið erfitt stundum!! :(
Til hamingju með íbúðina
Kveðja, Solla bolla og Dagur Árni
Skrifa ummæli