Komumst að því að við munum ekki geta flutt fyrir páska þar sem að málarinn getur ekki málað íbúðina fyrr en í þarnæstu viku :( Við munum sem sagt ekki flytja fyrr en 22. apríl. Það gerir nú samt ekki mikið til. Þýðir bara að við þurfum ekki að byrja að borga leigu fyrr en þá.
Bara svo allir viti að þá er þetta 3 herbergja íbúð/raðhús þannig að það er auka svefnherbergi ef einhver er að hugsa um að skreppa hingað í helgarferð eða eitthvað svoleiðis! :)
Ég er búin að vera í þjálfun í vinnunni út alla þessa viku. Þetta er svolítið flókið system sem við notum og svo er ótrúlega mikið af orðum, forritum og skammstöfunum sem maður hefur aldrei heyrt um. Ég er samt ekki ein um að finnast þetta svoldið flókið þar sem við (þessi nýju) erum öll á sama báti, nema einn ofviti sem að skilur allt og er ógeðslega fljótur að finna út úr öllu. Við þolum hann ekki. Hann er búinn að vera að læa tölvufræði í háskólanum. Það er kannski einum of að segja að við þolum hann ekki. Hann bara lætur okkur hin líta út fyrir að vera ógeðslega treg. Við erum ekkert það treg. Þetta er allt að koma hjá okkur. Við erum smátt og smátt að breytast í svampa sem soga í sig allar upplýsingar sem þeim eru gefnir.
Svo eru að koma páskar. Hmmmm....held að Páskadagur sé 16. apríl. Ég og Patrick erum að hugsa um að láta okkur hverfa þann dag, helst snemma um morguninn áður en öll fjölskyldan kemur ;) Ég ætla nú samt að kaupa mér stæðsta páskaegg sem ég finn. Það er ekki hægt að fá Nóa Siríus egg hér :( þannig að ég verð bara að sætta mig við eitthvað Cadbury egg sem er ekki einu sinni með nammi eða málshætti inní.
1 ummæli:
Óþolandi að vera í útlöndum, og fá ekki almennileg páskaegg!
Þú ert svo klár, átt eftir að spjara þig vel í vinnunni!
Verður orðinn sjálfmenntaður tölvunarfræðingur áður en þú veist af! ;)
Kv. Manga
Skrifa ummæli