miðvikudagur, apríl 5


Erum við ekki bara búin að redda okkur íbúð í Ballarat! Þetta er sem sagt 3 herbergja raðhús með bílskúr og kostar aðeins 36.000kr á mánuði. Þetta raðhús er frekar nýlegt. Ég giska 10-15 ára gamalt. Við getum samt ekki flutt inn fyrr en í næstu viku þar sem það á eftir að mála og laga gluggatjöld.
Þessi mynd var á netinu af íbúðinni.

Annars gengur bara vel í þjálfuninni hjá IBM. Ég verð í þjálfun út þessa viku og eitthvað í næstu viku líka áður en ég byrja. Ég mun síðan bara aðstoða Westpac sem er stærsti banki Ástralíu. Ég mun ekki aðstoða bankana sjálfa heldur skrifstofurnar þeirra í Sydney, Melbourne, Brisbane og flr stöðum.

Ætlaði líka að láta ykkur vita að það er búið að seinka klukkunni hérna. Það er 10 tíma munur núna á milli Ástralíu og Íslands. Þegar hún er 12 á hádegi á Íslandi er hún 10 um kvöldið hérna.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sætt hús... en ég ætla að bíða með að koma í heimsókn þangað til sveitasetrið er tilbúið.

Nafnlaus sagði...

Vá, til hamingju með þetta allt saman! :)

Nafnlaus sagði...

Þetta var ég, Magga!