Það er kominn vetur hér í Ballarat. Já bara 18 stiga hiti hér í dag..... Ég veit að þið munið setja upp stór augu og segja upphátt BARA 18 STIG. ER EKKI í LAGI, það er góður sumardagur á Íslandi. 18 stig hér og heima er samt ekki eins. Það fer kannski niður í 8-10 stig yfir nóttina svo hækkar hitastigið smá saman yfir daginn, þannig að það er ekki 18 stig nema kannski í 1 klst og svo lækkar hitastigið aftur. Og jú 10 stig er skítakuldi þegar það er engin einangrun eða tvöfalt gler í gluggum og sko engir ofnar í herbergjum. Flestum Áströlum, þykir heimskulegt að setja tvöfalt gler í glugga. Þeir einhvern veginn fatta ekki að tvöfalt gler virkar eins og einangrun og heldur hitanum inni á veturna og hitanum úti á sumrin. Þó að það sé svoldið dýrara að kaupa þá minnkar hitareikningurinn um helming.
En annars vorum við í jarðarför í gær. Mjög sorglegt þar sem maðurinn var aðeins 31 árs sem dó. Það var um 600 manns við jarðarförina sem þýddi að við þurftum að standa fyrir utan kirkjuna í skítakulda og roki. Eftir á var erfðadrykkja sem endaði náttúrulega í risa fylleríi að áströlskum sið. Ég hegðaði mér samt mjög vel og drakk ekkert áfengi þar sem ég keyrði en annað er víst hægt að segja um Patrick sem er frekar laslegur í dag ;)
2 ummæli:
Til hamingju með nýju vinnuna húbb húbb húrra :) Engin smá process sem þú hefur þurft að fara í gegnum!! Dugleg ertu stelpa
Kv. Ásta Björk
Já, og svo ertu svo klár!
Skrifa ummæli