fimmtudagur, mars 30

Takk fyrir allar hamingjuóskirnar fólk. Er að fara aftur í þjálfun hjá IBM á morgunn. Já ég hef smá á tilfinningunni að ég sé að fara að vinna hjá CIA ekki IBM en hver veit svo sem hvað IBM stendur fyrir. Annars er ég farin að efast um þessa vinnu aðeins, þar sem ég hef smá saman fattað að ég mun aðallega bara svara í síman og hlusta á snarruglað ógeðslega pirrað fólk sem annaðhvort kann ekki á tölvur eða tölvan þeirra er í algjöru fokki. Ég á svo að hjálpa þeim með tölvuvandann. Ég þoli ekki að svara í síma, hvað þá að vinna við það allan daginn. Hvað hef ég komið sjálfri mér í. Já því meiri þjálfun sem ég fer í því meira efast ég um þetta starf.

Jæja ég ætla að fara að elda kvöldmat, grænmetislasagne. Mmmmmmmm.....

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ekki segja mér að þú sért orðin grænmetisæta? Eða þá verra VEGAN

Nafnlaus sagði...

Nei ekki alveg Tinna. Það jafnast ekkert á við góða djúsí nautasteik :P