Þá er ég komin á launaskrá hjá IBM. Við erum 15 sem vorum ráðin og mættum í fyrradag í smá kynningu, ef að hægt er að kalla það kynningu. Við vorum bara látin skrifa undir samninga og látin skrifa niður upplýsingar fyrir launagreiðslur, lífeyrissjóð og skatt. Maður fékk engar upplýsingar um starfið eða vinnutíma. Við eigum öll að mæta aftur í dag, bara í 2 tíma samt og fara í frekari kynningu. Mér finnst þetta svona hálf skrýtið og pirrandi að þurfa alltaf að mæta bara í 1-2 tíma. Vonandi að maður fái samt einhverjar upplýsingar í dag.
Ég og Patrick erum byrjuð að leita að leiguíbúð. Ég kemst ekki yfir hvað leiga er ódýr hér í Ballarat. Það er eiginlega ekkert dýrara en 40.000 kr á mánuði og þá er ég að tala um leigu á 3-5 herbergja húsum. Það er ekki mikið um 2 herbergja íbúðir til leigu. Við kíktum á 2 hús um daginn. Annað þeirra var 30.000 á mánuði og var gamalt og hræðilegt að innan. Fæ klígju við tilhugsunina. Hitt húsið (36.000) var nýlegt raðhús og í miklu betra ástandi. Við ætlum samt að bíða aðeins með að sækja um, þangað til ég fer að fá útborgað og svona.
Kunningji Patricks og Maureen lést í bílslysi um daginn í Tasmaníu. Hann var að keyra stóran flutningabíl og missti stjórn á bílnum á brú. Bíllin sprengist í loft upp. Hann var nefnilega fullur af mótorhjólum og bensíni. Hann er upphaflega frá Dunnstown þannig að jarðarförin verður haldin hérna núna um helgina. Þetta verður þriðja jarðarförin mín á 3 mánuðum. Jahérna. Þeir segja að allt svona gerist í þrennum þannig að vonandi verða ekki fleiri.
Hef ekkert meira að segja í bili nema BLESS.
2 ummæli:
Leitt að heyra með öll þessi dauðsföll.. þetta er alveg rosalegt :(
En á sama tíma, innilega til hamingju með vinnuna og brúðkaupsafmælið!!
Þetta hljómar eins og eitthvað top secret starf!! Ef starfið er á eyðieyju í svona neðanjarðarbyrgi þar sem er bara ein tölva sem þið skiptist á að vinna við, þá myndi ég hætta sem allra fyrst!!
Get OuT!
Já ég tók eftir því að það var bara ein tölva þarna sem telur niður. Svolítið skrýtið fyrir svona stórt tölvufyrirtæki. Maður á svo að setja inn e-ð leyniorð, held að það sé 4 8 15 16 23 42. Held að þetta sé samt allt voða saklaust.... Hvað haldið þið?
Skrifa ummæli