föstudagur, mars 10

Vorum að kaupa okkur bíl....eða sem sagt Pick-Up bíl. Pick-up bílar (Pallbílar á góðri íslensku) eru kallaðir UTES hérna í Kengúrulandinu. Við keyptum sem sagt Holden Rodeo Ute '99. Holden eru ástralskir bílar. Er nokkuð viss um að þeir fáist ekki á Íslandi. Veit ekki af hverju. Kannski eru þeir algjört drasl. Þessi Pick-up virðist ganga alveg ágætlega samt. Ég setti meira segja inn skemmtilega mynd af mér með hinum ágæta Holden Ute. Helga segðu Keith að ég og Patrick séum búin að fá okku Holden Ute! Ég held að það sé draumabíllin hans Keith.

Það var hringt í mig frá IBM tölvufyritækinu um daginn og ég beðin um að koma í próf. Ekki viðtal, heldur PRÓF! Ég sem sagt fór í þetta próf í gær. Við vorum fimm að taka prófið. Þetta var IQ próf (greindarpróf) , almennt tölvupróf og LAN (Local Area Network) og WAN (Wide Area Network) próf. Ég veit ekki alveg hvernig mér gékk. Held ég hafi ekki verið alslæm. Var að hugsa í prófinu að Davíð bróðir myndi örugglega dúxa á þessu. Það verður svo hringt í mig í vikunni og ég látin vita ef ég kemst á næsta stig, sem er vonandi viðtal. Starfið sem ég sótti um er einhverskonar tækni-hjálparlína. Fólk hringir í IBM frá fyrirtækjum oftast og vantar tæknihjálp. Maður á þá að reyna að vita hvað er að og hvernig á að leysa vandann. Maður verður þjálfaður þannig að þetta , held ég, er ekki eins erfitt og það hljómar.

Annars erum við bara búin að koma okkur vel fyrir í húsinu hennar Christine í Ballarat. Það er alltaf sól og blíða þrátt fyrir að fyrsti dagur haustsins var 1.mars. Við erum að hugsa um að keyra niðurá strönd um helgina. Það á að vera 30-35 stiga hiti og sól. Það er samt svolítið heitt til að sitja í bíl í 1-2 tíma þar sem við erum ekki með kælingu í bílnum. Fáranlegt að búa til bíla í Ástralíu sem eru ekki með kælingu.

Helgin sem er að koma er víst löng helgi hér í Kengúrulandi. Það er Verkalýðsdagur hér í Vikoríufylki. Nei 1.maí var víst ekki nógu góður þannig að Viktoríubúar breyttu dagsetningunni í 2.mánudagur í mars! Þannig að það er alltaf löng helgi þegar Verkalýðsdagurinn kemur upp. Fólk hér elskar langar helgar.....en hver gerir það ekki!

4 ummæli:

Helga sagði...

Va flottur bill, innilega til hamingju med hann! Vaeri sko alveg til i svona bil, ekki amalegt i Edenderry ad bruna um goturnar med graejurnar i botni!!! Annars er allt gott ad fretta af okkur, eg er enn atvinnulaus og bara ad reyna ad hamast i skolanum en Keith vinnur eins og brjalaedingur. Hvad er klukkan i Astraliu thegar hun er niu ad kvoldi her a Irlandi? Bara ad paela vardandi ad hringja.
Bless i bili, Helga og Keith.

Olga sagði...

Ég reikna með að klukkan sé sama og heima á Íslandi. Því ég veit að það er 11 tíma munur á Íslandi og Ástraíu. Ástralía er 11 tímum á undan.
Þegar klukkan er 21:00 hjá ykkur er hún 8:00 um morguninn hjá okkur (deginum á undan). Svolítið ruglandi, ég veit. SMS-ið bara fyrst!

Hlökkum til að heyra í ykkur!

Kveðja Olga og Patrick

Aldan sagði...

Til hamingju með Brummann... voðalega er það asnalegt að heyra þig tala um fyrsta dag haustsins þarna úti... afhverju þarf allt að vera svona öfugsnúið :O) anyways... gangi þér vel

Nafnlaus sagði...

Vá, flottur bíll! Til hamingju með hann! Ekki amalegt geta keyrt um Ástralíu á flottum pallbíl. :)

Kveðja,
Magga