Ég endaði með að baka engar bollur fyrir Bolludaginn:( Ég fékk svo mikla magakveisu á mánudag og var enn slöpp á þriðjudeginum. Var með hita og alles. Ég hef því ákveðið að halda upp á Bolludag núna á mánudaginn.
Á mánudag verðum við að passa hús fyrir Christine (systir hans Patricks). Hún og maðurinn hennar eru að fara til Egyptalands og Jórdaníu og verða í burtu í 2 vikur. Þau eru algjört ævintýrafólk og ferðast mikið. Þau eru barnlaus, um fimmtugt og geta því gert það sem þeim sýnist. Við munum sem sagt búa í Ballarat næstu 2 vikurnar. Það verður frábært að hafa hús útaf fyrir okkur. Ég ætla sem sagt að baka bollur af því tilefni. Ekki að ég sé ekki búin að fitna nógu mikið af að sitja á rassgatinu allan daginn.
Til hamingju með litla prinsinn Solla og Sjonni!!! Þá eru komnir þrír strákar í hópinn. Ætli karlkynið sé að reyna að taka yfir heiminn?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli