sunnudagur, febrúar 26

Bara örstutt.... Ég er enn atvinnulaus aumingi og er að verða aumingjalegri með hverjum deginum. Ég hef ákveðið að taka á atvinnumálum mínum á ákveðnari hátt. Ég hef nefnilega bara verið að sækja um stöður auglýstar í blöðunum eða á netinu. Núna á mánudag ætla ég að fara í bæinn og labba inn í verslanir og fyrirtæki og hóta þeim ef þeir gefa mér ekki vinnu. Það er reyndar búið að bjóða mér vinnu í að tína kartöflur og brokkolí en ég held að það verði minn síðasti kostur. Það er reyndar örugglega ekki svo slæmt en við sjáum til hvort ég fæ ekki eitthvað annað.

Bolludagur á morgunn. Ég ætlaði að baka bollur í dag en ég sé það ekki gerast nema kannski í kvöld. Húsið er búið að vera fullt af fólki síðan í morgunn. Vinir hennar Maureen eru á einhverju sunnudagsdjammi. Fyrst er farið í kirkju um morguninn kl 9:30. Of snemmt fyrir mig. Síðan er komið hingað i kaffi og kökur. Ég loka mig bara inn í herbergi og fer í tölvuna. Gamlingjar eru of "scary" fyrir mig. Ég ætla að vakna klukkan 8 á morgunn og elta Maureen um húsið með bolluvönd....BOLLA BOLLA BOLLA. Reyndar er ekki haldið uppá Bolludag hérna þannig að hún mun ekki hafa hugmynd um hvað er í gangi :)

2 ummæli:

Helga sagði...

Va hvad thu ert myndarleg ad baka bollur! Eg kannast sko vel vid thessa atvinnuleysistilfinningu, annars var eg i atvinnuvidtali i dag, segi ther meira fra thvi seinna thegar vid hringjum, vid erum alltaf ad reyna ad finna heppilegan tima til ad hringja i ykkur en vid erum buin ad vera alveg a haus i flutningum.
Bless bless og bidjum ad heilsa,
HElga og Keith.

Nafnlaus sagði...

Vatnsdeigsbollur með vanillubúðing og súkkulaði...

Held ég hafi lært það af þér ;)